Dell kynnti á Haustráðstefnu Advania fyrir skömmu samning sem fyrirtækin hafa gert með sér um svokallaða ProSupport-þjónustu en Advania og forveri fyrirtækisins hafa um langt árabil verið þjónustuaðili Dell á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningu að með ProSupport muni öll þjónusta við viðskiptavini Dell verða enn öflugri en áður. Með ProSupport er tryggt að varahlutir berist strax næsta virka dag séu þeir ekki fyrir hendi á Íslandi. Með þessari nýju þjónustu er einnig tryggt að viðskiptavinir njóti í neyðartilvikum þjónustu sérfræðings innan fjögurra klukkustunda frá þjónustubeiðni.

Samningurinn markar um leið tímamót í endurskipulagningu Dell á þjónustu sinni við viðskiptavini í náinni samvinnu við Advania. Með ProSupport hefur Dell eflt varahlutalager sinn á Íslandi og sérfræðiþjónustan er nú enn öflugri en áður, m.a. með símaþjónustu allan sólarhringinn. Samhliða hyggst Advania kynna notendum Dell aukið framboð þjónustu. Fyrir tilstilli ProSupport hafa Dell-notendur á Íslandi aðgang að stuðningsneti á annað þúsund sérfræðinga í þremur þjónustumiðstöðvum og varahlutalager í Glasgow sé hans þörf.

Á myndinni má sjá Eyjólf Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóra Rekstrarlausna Advania og Janusz Hajdul, forstöðumann Þjónustulausna Dell í Mið- og Austur-Evrópu handsala samkomulag um ProSupport þjónustuna. Á myndinni eru frá vinstri: Hafsteinn Guðmundsson, forstöðumaður Lausnahóps Advania, David Spruyt, svæðissölustjóri Dell á Íslandi, þá Janusz og Eyjólfur, Christian Yob, forstöðumaður Stoðdeildar Dell, Nicholas Lowe, sölustjóri, Vagelis Kouretzes, deildarstjóri vettvangsþjónustu Dell og Andrés Arnarson, sölustjóri Lausnasölu Advania.