Hluthafar bandaríska tölvuframleiðandans Dell hafa samþykkt yfirtökutilboð forstjórans Michael Dell og meðfjárfesta hans. Tilboðið hljóðar upp á 25 milljarða dala, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna.

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal hefur eftir Dell, sem stofnaði samnefnt fyrirtæki árið 1984. Blaðið rifjar upp að stjórn Dell hafi frestað ákvarðanatöku um málið í þrígang og voru um tíma líkur á að kaupin yrðu að engu.

Um 65% eigenda hlutafjár félagsins studdu yfirtökuna, að sögn blaðsins.