Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell áætlar nú að segja upp allt að 1.900 mans störfum á Írlandi en þar í landi starfa nú um 3.000 manns fyrr félagið.

Samkvæmt tilkynningu frá Dell er þetta hluti af sparnaðaráætlun félagins en Dell mun flytja mikinn hluta af framleiðslustarfssemi sinni, sem stödd er í bænum Limerick á Írslandi, til Póllands á næstunni.

Samkvæmt vef BBC er talið að þetta muni leiða af sér meira atvinnuleysi í bænum en talið er að allt að 6.000 manns, sem starfa í kringum og þjónusta verksmiðju Dell í Limerick, muni eiga það á hættu að missa vinnuna.

Sean Corkery, varaforstjóri Dell í Evrópu segir ákvörðunina erfiða en engu að síður nauðsynlega þar sem Dell verði í framhaldinu samkeppnishæfari.

Þeir 1.100 starfsmen sem eftir verða á Írlandi munu starfa við þróun og tæknimál auk þess að sinna viðskiptaþjónustu.

Þá starfa un 1.900 manns í sölu- og þjónustudeild Dell í S-Dublin en ekki er talið að nokkur muni missa vinnuna þar.

Dell hóf starfssemi á Írlandi árið 1990 og hjá félaginu störfuðu um tíma 4.500 manns. Dell er næst stærsta fyrirtæki Írlands og stærsti útflytjandi en starfssemi Dell er talin vega um 5% í þjóðarframleiðslu Írlands.