Endurskoðendafyrirtækið Deloitte hagnaðist um 311 milljónir króna í fyrra, sem er tæplega 100 milljónum krónum meira en árið áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust lítillega á milli ára og voru 2,8 milljarðar króna. Stjórn Deloitte lagði til að 310 milljónir króna yrðu greiddar út í arð á árinu 2011 vegna frammistöðu fyrirtækisins í fyrra. Það er 95 milljónum króna meira en eigendur fengu í arð í fyrra. Viðskiptablaðið greindi frá því 18. ágúst síðastliðinn að endurskoðendafyrirtækin KPMG, PwC og Ernst & Young hefðu hagnast um 667 milljónir króna í fyrra. Þar af hagnaðist KPMG eitt og sér um 490 milljónir króna. Samtals högnuðust fjögur stærstu endurskoðendafyrirtæki landsins því um tæpan milljarð króna í fyrra.