Endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hefur flutt lögheimili sitt frá Sviss til fjármálahverfisins City í Lundúnum. Er það á sama tíma og mörg fyrirtæki hafa flutt úr fjármálahverfinu. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Deloitte hefur um 170 þúsund starfsmenn í vinnu um allan heim og berst um þessar mundir um titilinn stærsta ráðgjafarfyrirtæki heims við PricewaterhouseCoopers.

Deloitte var rekið undir lögum um félög (þ. Verein) en undanfarið hafa fræðimenn í Sviss talið að þetta félagsform eigi heldur um frjáls félög líkt og sjóði, styrktarfélög og félagssamtök. Tóku því forráðamenn Deloitte ákvörðun um að flytja aðsetur sínar til London.