D&T sf., eigandi Deloitte ehf., hafði betur í Landsrétti í tveimur málum sem fyrrverandi eigendur, sem horfið hafa úr eigendahópnum, höfðuðu gegn því. Dómar í málunum lágu fyrir í síðustu viku.

Annars vegar var um að ræða mál starfsmanns en sá taldi sig eiga 135 milljónir króna auk 1/18 af hagnaðarhlutdeild 1. júní 2017 til 1. janúar 2018. Skemmst er frá því að segja að Landsréttur hafnaði öllum hans kröfum og staðfesti með því niðurstöðu héraðsdóms.

Í hinu málinu höfðu tveir fyrrverandi eigendur krafist þess að D&t yrði gert að afhenda nánar tilgreind gögn svo þeim yrði unnt að staðreyna hvort staðið hefði verið að uppsögn þeirra með lögmætum hætti. Í dómi Landsréttar, sem sneri við niðurstöðu héraðsdóms, sagði að lög um sameignarfélög veittu félagsmönnum aðeins heimild til að skoða eða rannsaka tiltekin gögn en ekki fá þau afhent. Ákvæði einkahlutafélagalaga og almennar reglur félagaréttarins gætu ekki heldur rennt stoðum undir kröfur mannanna tveggja og þeim var því hafnað.