Hagnaður Deloitte lækkaði um 10% á reikningsárinu frá 1. júní til 31. maí, frá fyrra ári og nam 359 milljónum króna. Hann var 400,1 milljón króna á reikningsárinu á undan. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 509,4 milljónum á fyrra reikningsárinu en 455,1 milljón á nýliðnu reikningsári.

Heildartekjur félagsins jukust um 6%, úr 4,2 milljörðum í 4,4 milljarða króna meðan kostnaðurinn jókst um 9%, úr 3,6 milljörðum króna í 3,9 milljarða króna. Þar af jókst launakostnaðurinn um 10,8%, úr 2,9 milljörðum í 3,2 milljarða króna, meðan annar rekstrarkostnaður jókst um 1,4%, úr 728,6 milljónum króna í 738,9 milljónir króna.

Eigið fé félagsins lækkaði um 6,1%, úr 669,9 milljónum króna í 628,9 milljónir króna, meðan skuldirnar jukust um 4,7%, úr 1.464 milljónum króna í 1.533 milljónir króna króna, svo eiginfjárhlutfallið lækkaði úr 31,4% í 29,1%.

Handbært fé frá rekstri félagsins lækkaði milli ára úr 298,6 milljónum króna í 290,1 milljón króna, meðan handbært fé í árslok lækkuðu úr 321,1 milljón króna í 175,7 milljónir króna.

Stjórn leggur til 360 milljóna króna arðgreiðslu. Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.