*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Fólk 20. mars 2019 14:33

Deloitte ræður fimm nýja ráðgjafa

Birkir Snær, Halla Berglind, Hjördís Lóa, Perla Lund og Rakel Eva bætast í 50 manna ráðgjafahóp Deloitte.

Ritstjórn
Perla Lund, Halla Berglind Jónsdóttir, Birkir Snær Sigfússon, Rakel Eva Sævarsdóttir og Hjördís Lóa Ingþórsdóttir eru nýir ráðgjafar hjá Deloitte.
Aðsend mynd

Samhliða vaxandi umsvifum og stöðugt fjölbreyttari verkefnum hafa fimm ráðgjafar bæst í hóp um 50 ráðgjafa Deloitte Consulting, stjórnenda- og tækniráðgjafasviðs Deloitte, á Íslandi.

Í góðu samstarfi við samstarfsfólk Deloitte á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu, veitir Deloitte á Íslandi ráðgjöf við stefnumótun, rekstur upplýsingatækni og umbreytingu tækni, ferla og skipulags í einka- og opinbera geiranum.

Hinir fimm nýju ráðgjafar eru:

  • Birkir Snær Sigfússon

Birkir Snær er með M.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá ETH Zurich og B.Sc. í sömu grein frá Háskóla Íslands. Í náminu lagði hann áherslu á merkjafræði og gervigreind sem hann heldur áfram að sinna í starfi sínu hjá Deloitte.

  • Halla Berglind Jónsdóttir

Halla Berglind er með M.Sc. gráðu í viðskiptagreiningu (e. business analytics) frá Imperial College í London og B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Halla leggur áherslu á viðskiptagreind, gagnavinnslu, greiningar og gagnastjórnun.

  • Hjördís Lóa Ingþórsdóttir

Hjördís Lóa er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá HÍ. Hjördís er hluti af SAP teymi Deloitte og hefur yfir áratugs reynslu í ráðgjöf í fjárhagskerfum. Hjördís leggur áherslu á kennslu, prófanir, villugreiningu, uppsetningu kerfishluta og innleiðingu þeirra.

  • Perla Lund

Perla Lund er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur víðtæka reynslu af stjórnun, rekstri, stefnumótun og viðskiptaþróun. Helstu verkefni Perlu snúa að sjálfvirknivæðingu ferla, greiningum, endurskipulagningu upplýsingatækni, þjónustustjórnun og mótun breytingaverkefna með sérstaka áherslu á „agile“.

  • Rakel Eva Sævarsdóttir

Rakel Eva er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur stundað nám á meistarastigi við nýsköpun og frumkvöðlafræði við sama skóla. Í starfi sínu hjá Deloitte leggur Rakel áherslu á breytingastjórnun á stjórnunarlegum og tæknilegum innviðum. 

Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri Deloitte Consulting á Íslandi segir spennandi að byggja upp íslenska hluta ráðgjafanets Deloitte. „Mikil tækifæri felast í því að veita íslenskum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf til umbreytingar tækni og starfshátta, byggt á lausnum, reynslu og þekkingu stærsta ráðgjafarfyrirtækis í heimi” segir Björgvin Ingi.

Um Deloitte

Deloitte er stærsta fyrirtæki heims á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Um 280.000 manns starfa hjá fyrirtækinu í yfir 150 löndum um allan heim. Félagið er í fréttatilkynningu sagt leiðandi á sínu sviði og þjóni mörgum af stærstu fyrirtækjum heims, auk þess að þjóna stórum og smáum atvinnurekstri um allan heim.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is