Deloitte hefur gripið til skipulagsbreytinga sem stjórnendur fyrirtækisins telja að séu nauðsynlegar til að hagræða í rekstri og styrkja markaðslega stöðu fyrirtækisins.

„Skipulagsbreytingunum, sem meðal annars felast í sameiningu sviða fyrirtækisins, fylgja óhjákvæmilega breytingar sem leiða til fækkunar starfsmanna um 17 af ríflega 190 starfsmönnum fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Það samsvarar því að um 8% af starfsmönnum fyrirtækisins er sagt upp.

Þá segir að stjórnendum Deloitte þykir leitt að sjá á eftir þeim reynslumiklu starfsmönnum sem nú skilja við fyrirtækið og lögð verði áhersla á að veita þeim stuðning og hjálp við að finna ný störf.