Deloitte ehf. skilaði 298,3 milljóna króna hagnaði á rekstrarárinu sem lauk þann 31. maí í fyrra. Á sama tíma ári fyrr skilaði fyrirtækið 208,6 milljóna króna hagnaði.

Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 28,1 milljón króna á milli ára og heildartekjur um 32,5 milljónir. Námu tekjurnar í fyrra því 2.759,1 milljón króna. Á hinn bóginn jókst kostnaður aðeins um 1,5 milljón króna og nam 2.454,7 milljónum. Þá voru fjármagnsliðir mun hagstæðari fyrir fyrirtækið í fyrra en árið á undan og skýrir það einnig bætta afkomu.

Eignir Deloitte námu í lok reikningsársins 1,7 milljörðum króna, skuldir námu 1,2 milljörðum og eigið fé nam 484 milljónum króna. Sigurður Páll Hauksson er forstjóri fyrirtækisins.