Deloitte var fyrir Hæstarétti í dag sýknað af kröfu Toyota á Íslandi en Toyota krafist að Deloitte myndi greiða um 31,6 milljón krónur í skaðabætur.

Deloitte hafnaði því að hafa veitt ráðgjöf eða aðstoð við val á aðferð við samruna félaganna en fullyrðingar Toyota um hið gagnstæða voru taldar ósannaðar að mati Hæstaréttar.

Toyota hélt einnig upp þeirr málsástæðu að Deloitte hafi séð um skattskil áfrýjanda ,,á þeim tíma sem ríkisskattstjóri tók til skoðunar.“ Með því að færa vexti af lánsfénu ranglega til frádráttar tekjum áfrýjanda í skattframtali hafi hann orðið fyrir tjóni sem nam tæplega 18 milljónum krónavegna þess tekjuskatts sem lagður var á það álag er bætt var við tekjuskattstofn félagsins. Ekki var deilt um það að Deloitte sá um skattframtalið en þar sem framtalið var reist á ársreikningi Toyota, sem unnin var af Toyota þá geti ráðgjöf eða vinna Deloitte við framtalið ekki raskað ábyrgð stjórnenda Toyota á þeim upplýsingum sem þar koma fram..

Atvik málsins

Atvik málsins voru þau að ný­ stofnað félag tók lán sem var notað til að að fjármagna kaup á því fé­ lagi sem rak Toyota bílaumboðið á Íslandi. Eftir að félagið hafði verið keypt voru félögin sameinuð, móð­ urfélaginu slitið og dótturfélagið, þ.e. Toyota rekstrarfélagið, tók yfir réttindi og skyldur beggja félaga. Slíkir samrunar eru alltíðir og eru almennt kallaðir öfugir samrunar til að aðgreina þá frá algengari tegund samruna, þar sem móðurfélag yfirtekur rekstur dótturfélags.

Að meginreglu færast allar skattalegar skyldur og réttindi frá félagi sem er slitið til yfirtökufélags, þar á meðal réttindi til að nýta sér yfirfæranlegt tap til skattafrádráttar. Sameinað félag ætlaði að nýta sér vaxtakostnað sem féll til vegna fjármögnunar á kaupunum á rekstrarfélagi Toyota til frádráttar frá skatti í sameinuðu félagi. Skattayfirvöld höfnuðu því og málið endaði fyrir Hæstarétti. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að vaxtakostnaður sem félli til vegna kaupa á rekstarfélagi væri ekki frádráttarbær eftir samruna vegna þess að kostnaðurinn hefði engan rekstrarlegan tilgang í hinu sameinaða félagi. Endurálagning Toyota vegna málsins nam 93 milljónum króna en fjöldi annarra fyrirtækja hefur einnig þurft að þola endurálagningu skatta vegna öfugs samruna.