Rey Leclerc Sveinsson.
Rey Leclerc Sveinsson.

Rannsókna- og ráðgjafafyrirtækin Gartner og Forrester hafa valið Deloitte sem leiðandi í ráðgjöf um upplýsingaöryggi. Gartner og Forrester  sérhæfa sig bæði í rannsóknum og rágjöf til fyrirtækja  um upplýsingatæknimál. Gartner ráðleggur þeim fyrirtækjum sem eru að leita að samstarfsaðila til að verjast tölvuárásum og gagnaleka að snúa sér til Deloitte.

Í tilkynningu frá Deloitte er bent á að í nýútkominni skýrslu Gartner „Market Share Analysis: Security Consulting, Worldwide, 2012 Report“ er Deloitte skilgreint sem leiðtogi í ráðgjöf hvað varðar upplýsingaöryggi og við að hjálpa fyrirtækjum að greina og auka skilvirkni í rekstri og auka öryggi tæknimála.

Forrester greinir frá því í „The Forrester Wave: Information Security Consulting Services, Q1 2013“ að Deloitte haldi áfram stöðu sinni sem leiðandi ráðgjafafyrirtæki, með alhliða og háþróað þjónustuframboð auk framúrskarandi endurgjafar frá viðskiptavinum.

Haft er eftir dr. Rey Leclerc Sveinssyni, leiðtoga í upplýsingaöryggi og- gagnavernd hjá Deloitte, að háþróaðar tölvuárásir séu orðnar sífellt algengari. Með stöðugri aukningu slíkra árása þurfi stofnanir og fyrirtæki að leita til ráðgjafa sem séu í stakk búnir að takast á við tölvuöryggismál af hvaða stærðargráðu sem er.