Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines er alvarlega að íhuga að kaupa olíuhreinsunarstöð í Pennsylvaníu, að því er segir í frétt MSNBC. Þetta yrði í fyrsta skipti sem flugfélag eignast olíuhreinsunarstöð ef af kaupunum verður.

Olíuhreinsunarstöðin er núna í eigu ConocoPhillips og er talað um kaupverð á bilinu 100-150 milljónir dala, andvirði um 12,7-19,1 milljarða íslenskra króna. Flugfélög um allan heim eiga í töluverðum rekstrarvanda núna vegna hækkandi eldsneytisverðs.