Delta Airlines hyggst nú auka samkeppnisþrýsting á Icelandair, en félagið býður nú upp á dagleg flug til og frá Minneapolis í Bandaríkjunum um sumarið. Þetta kemur fram í frétt Túrista.

Vélar Delta munu fljúga til Íslands tvisvar á dag frá Minneapolis og New York næsta sumar. Ódýrustu farmiðarnir til Minneapolis og til baka hjá Delta kosta í kringum 77.575 krónur, en hjá Icelandair kostar farið 78.795 krónur.

Innifaldar í verði Delta eru máltíðir og minnst ein 23kg ferðataska auk handfarangurs. Afþreyingarkerfi stendur öllum farþegum til boða, sem og tenging við veraldarvefinn gegnum  Wi-Fi.

Frá árinu 2011 hefur bandaríska flugfélagið Delta Airlines, sem er eitt af stærstu flugfélögum heims, boðið upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvallar og JFK-vallar í New York borg.