Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun fljúga á milli New York og Keflavíkur næsta sumar, þriðja sumarið í röð, en þá mun félagið einnig auka tíðnina yfir mesta háannatímann.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is . Þar kemur fram að félagið mun fljúga sex sinnum í viku yfir hásumarið, í stað fimm ferða sl. sumar, en fjórum sinnum í viku í byrjun júní og í lok ágúst.

Þá kemur einnig fram að frá og með næsta ári býðst viðskiptavinum Delta að tengjast internetinu í fluginu á milli New York en hingað til hefur Norwegian verið eina félagið sem býður upp á þannig þjónustu í flugi til og frá Íslandi. Uppsetningu á þráðlausu neti hjá Icelandair á að ljúka næsta haust.

Delta hefur flug hingað 3. júní og síðasta ferðin verður farin 2. september.