Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnti í dag um kaup á tólf nýjum A220-300 flugvélum frá evrópska framleiðandanum Airbus. Áætlað er að afhending fari fram árið 2026. Framkvæmdastjóri hjá Delta sagði að nýju vélarnar væru 25% hagkvæmari en vélarnar sem þær leysa af hólmi. Reuters greinir frá.

Delta er þegar með ellefu A220-300 vélar í rekstri og 51 slíka vél í pöntun, þar með talið þær tólf sem tilkynnt var um í dag.

Delta tilkynnti einnig á mánudaginn um kaup á 100 Boeing 737 Max 10 þotum fyrir um 13,5 milljarða dala. Auk þess hefur bandaríska flugfélagið möguleika á að kaupa 30 Max vélar til viðbótar.