Að sögn Reuters fréttastofunnar þokast samningaviðræður flugfélaganna Delta Air Lines og Northwest Airlines vel og má búast við formlegri tilkynningu í vikunni.

Eins og greint hefur verið frá voru viðræðum um sameiningu félaganna teknar upp aftur í síðustu viku eftir nokkurt hlé.

Þröskuldurinn fyrir sameiningu eru ólík launakjör flugmanna félaganna en ef ekki næst að semja um sameiginlega kjarastefnu fyrir flugmenn beggja félaga, sem þeir samþykkja í sitt hvoru lagi, er hætt við að viðræður renni út í sandinn á ný, hefur Reuters eftir viðmælanda kunnugum málinu.

Verkalýðsfélög flugmanna félaganna hafa því mikið að segja um sameiningu en um 12 þúsund flugmenn munu starfa fyrir hið nýja félag, sem verður stærsta flugfélag í heimi. Flugmenn Northwest hafa til að mynda krafist þess að fá forkaupsrétt á hlut hins sameinaða félags með framvirka samninga fyrir hendi.