Bandarísku flugfélögin Delta Air Lines og Northwest Airlines eru að nálgast samkomulag um að sameina félögin, samkvæmt heimildum breska viðskiptablaðsins Financial Times.

Samkomulag á milli flugvélanna gæti jafnvel náðst strax í næstu viku, að sögn heimildarmanna blaðsins, enda þótt þeir vöruðu við því að enn væri möguleiki á því að samningaviðræðurnar gætu frestast enn lengur - eða dottið alveg niður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .