Stjórn bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines reiknast til að fyrirtækið hafi orðið af 90 milljónum dala, jafnvirði 10 milljarða króna, vegna þess að félagið hefur þurft að fella niður 17.000 flugferðir af völdum óveðurs á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þetta eru margar flugferðir borið saman við ganginn hjá öðrum flugfélögum. Til samanburðar féllu 4.000 flug niður hjá JetBlue og um 6.500 hjá Soutwest Airlines á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Fram kemur í afkomuviðvörun flugfélagsins að rekstrarhagnaður, það er hagnaður fyrir og skatta og aðra liði, hafi numið um 55 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi.