Af þeim flugfélögum sem fljúga til landsins er Delta stærst enda er félagið eitt stærsta flugfélag heims. Tekjur Delta árið 2014 námu tæplega 40,4 milljörðum dollara og aðeins American Airlines státar af meiri tekjum eða 42,7 milljörðum. Delta er hins vegar stærra en American Airlines ef miðað er við fjölda farþega.

lykiltölur nokkurra flugfélaga
lykiltölur nokkurra flugfélaga
Þó Icelandair Group sé stærsta fyrirtæki landsins miðað við tekjur er það lítið í samanburði við flest þau flugfélög sem fljúga til landsins. Árið 2014 námu tekjur Icelandair Group 1,1 milljarði dollara. Taka ber fram að hér er verið að tala um samstæðuna. Icelandair Group er ekki bara flugfélag heldur rekur félagið meðal annars hótel og ferðaskrifstofur.

Delta er sem sagt með þrjátíu og fimm sinnum meiri tekjur en Icelandair Group. Það félag sem stendur næst Icelandair Group á listanum hér á síðunni er Aer Lingus. Velta írska félagsins er samt næstum tvöfalt meiri en velta Icelandair Group.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .