Demantar eru með meðal fárra fjárfestinga sem hafa verið í vari fyrir stórsjó efnahagslífs heimsins undanfarin misseri. Gull og svissneski frankinn eru einnig þar á meðal.

Mikil eftirspurn eftir demöntum í Asíu hefur valdið því að þessi dýrmæti steinn hefur hækkað um tæplega 50% frá ársbyrjun 2010, aðallega síðustu mánuðina. Vinsældir demanstins hafa mestar í Kína og Indlandi.

Kínverjar halda uppi hagnaði Tiffany

Tiffany & Co
Tiffany & Co
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Á föstudag hækkaði skartgripaverslunin Tiffany afkomuspá ársins þrátt fyrir almennt erfiðara árferði í efnahagslífinu.

Hagnaður á 2. ársfjórðungri fór fram úr væntinum greiningaraðila á Wall Street. Hagnaður félagisns jókst um 33% meðan salan jókst um 30%.  Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu í gær um 9,35% í kauphöllinni í New York.

Áberandi hefur verið að asíubúar, sérstaklega Kínverjar, hafa keypt skartgripi í verslunum Tiffany fyrir 2-5 miljónir króna. Þakka stjórendurnir þessu þætti  og telja hann stóran hluta velgengninnar.