Demókratar eru að sýna samstöðu í því að hækka lágmarkslaun í Bandaríkjunum upp í 12 Bandaríkjadali, eða sem nemur 1636 íslenskum krónum á tímann.

Demókratinn Patty Murray, mun kynna frumvarp í öldungadeild þingsins um að hækka lágmarkslaunin úr 7,25 dollurum, eða sem nemur rúmum þúsund íslenskum krónum, upp í 12 dollara fyrir árið 2020.

Talið er að frumvarpið muni líklega ekki ná í gegn á þinginu þar sem Repúblíkanar eru í meirihluta, hins vegar sýnir það áhuga Demókrata um að hækka lágmarkslaun, sem er mjög vinsælt þar sem mikill ójöfnuður ríkir í Bandaríkjunum í dag. Talið er að hækkun lágmarkslauna verði einnig eitt af kosningaloforðum Demókrata í forsetakosningunum á næsta ári.

Eins og VB.is greindi frá hafa starfsmenn stórfyrirtækja í Banadríkjunum verið að berjast fyrir lágmarkslaunum undanfarið, þar á meðal McDonald’s.