Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Harry Reid, talsmaður meirihluta öldungadeildarinnar, hafa sent Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þess efnis að hann beiti sér fyrir björgun þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna.

Hugmyndir Pelosi og Reid hljóða upp á aðgerðarpakka að virðu um 700 milljarða bandaríkjadala.

Hugsanlegt þykir að svipuð beiðni verði sent skrifstofu Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Talið er að Barack Obama, sigurvegari forsetakosninganna í Bandaríkjunum sé stuðningsmaður tillagnanna. Þó er talið að hann móti nú sínar eigin hugmyndir til stuðnings bílaiðnaðarins.

Stefnt er að fundi Obama og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, á mánudaginn þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála.

The Wall Street Journal greinir frá þessu.