Framkvæmdarstjóri Deutche Börse, Reto Francioni, segir að kauphöllin stefni enn að sameiningu við evrópsku kauphöllina Euronex, segir í frétt Dow Jones.

Francioni sagði í dag að unnið væri að sameinginunni og væri stefnt að því að gera Frankfurt að fjármálamiðstöð og væri því mikilvægt að höfuðstöðvar sameinaðrar kauphallarinnar væri þar, en höfuðstöðvar Deutsche Börse eru þar. Francioni segir að mikilvægt sé að sameiningar kauphalla eigi sér stað innan Evrópu, segir í fréttinni.

Euronext hefur fram að þessu hafnað samruna við Deutsche Börse, en Euronext á nú í samrunaviðræðum við kauphöllina í New York og segja talsmenn Euronext að megináhersla sé lögð í samruna við NYSE

Euronext rekur kauphallir meða annars í París, Brussel, Amsterdam og Lisabon.