Deutsche Bank hefur verið sektaður um 150 milljónir dollara, um 21 milljarð íslenskra króna, vegna viðskiptasambandi bankans og Jeffrey Epstein. Á meðal viðskipta voru greiðslur Epstein til rússneskra fyrirsæta og grunsamlegar úttektir sem hljóða upp á 800 þúsund dollara.

Deutsche segist sjá innilega eftir viðskiptum sínum við Epstein en félagið segist hafa eytt um einum milljarði dollara til að bæta starfsmannaþjálfun sína og aðgerðir gegn fjárglæpum. BBC greinir frá.

Viðskipti Epstein ná frá árinu 2013 til 2018 og aðstoðaði bankinn hann við að millifæra milljónir af dollurum. Um 7 milljónir dala voru millifærðir til að leysa úr lagaágreining og yfir 2,6 milljónir dala fóru í greiðslur til kvenna til þess að greiða ýmist leigu, skólagjöld og aðrar greiðsla.