Deutsche Bank greindi frá því í gær að bankinn hygðist afskrifa 2,2 milljarða evra vegna óróleikans á fjármálamörkuðum í kjölfar hrunsins á bandarískum fasteignamarkaði með undirmálslán (e. subprime-mortages).

Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, sem er stærsti banki Þýskalands, hækkaði hins vegar um 2,5% í kjölfar tilkynningar bankans, en þrátt fyrir háar afskriftir þá sagðist bankinn eiga von á því að hagnaður á þriðja ársfjórðungi munu aukast á milli ára, meðal annars vegna skattaendurgreiðslna sem Deutsche Bank hyggst sækja um nokkur ár aftur í tímann. Bankinn gerir ráð fyrir hagnaði upp á 1,4 milljarða evra, en endanlegt uppgjör fyrir fjórðunginn verður birt 31. október.