Deutsche Bank hefur aukið krónubréfaútgáfu sína um 1,5 milljarða króna og nemur heildarútgáfan 3,5 milljörðum. Bankinn greindi frá aukningunni í dag, en hafði áður tilkynnt um útgáfuna.

Háir stýrivextir á Íslandi ? vextirnir eru nú 10,75% og búist er við að þeir verði hækkaðir enn frekar fyrir árslok ? hafa leitt til skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í íslenskum krónum. Stýrivextir í Evrópu eru 2,25%. Sérfræðingar benda á að krónubréfaútgáfan styðji við hátt gengi íslensku krónunnar.

Deutsche Bank er með lánshæfismatið AA- hjá Standar and Poor's og Aa3 hjá Moody's Investors Service. Bréfin bera 8% vexti og voru upprunalega seld undir pari á 99,77, en aukningin var seld á 98,92 undir nafnverði.