Deutsche Bank og erlent fjárfestingarfélag sem á stóran eignarhlut í íslensku fyrirtæki fengu í sumar að flytja úr landi gjaldeyri fyrir alls um 18 milljarða króna. Þýski bankinn fékk heimild til að flytja úr landi um 15 milljarða króna.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Seðlabanki Íslands vildi ekki staðfesta fyrirspurn blaðsins um hvort Deutsche Bank og stór erlendur fjárfestingasjóður hefðu fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.