Tilkynnt var um útgáfu jöklabréfs frá Deutsche Bank að upp hæð 1,5 milljarða króna í dag, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

"Skuldabréfið er til rúmlega eins árs og er á 12,5% vöxtum. Töluvert hefur dregið úr útgáfu jöklabréfa upp á síðkastið en síðast var tilkynnt um slíka útgáfu í byrjun desember. Engin jöklabréf voru gefin út í nóvember.

Krónan styrktist um 0,7% í dag og ætla má að útgáfa jöklabréfanna auk jákvæðra frétta af efnahagsmálum í vikunni hafi átt þátt í því. Krónan styrktist um 1,7% í vikunni og hefur ekki verið sterkari í rúmar fjórar vikur," segir greiningardeildin.