Deutsche Bank hefur nú ákveðið að stækka við kaupauka yngri starfsmanna bankans. Þetta er gert í þeim tilgangi að halda ungu hæfileikafólki lengur við störf hjá bankanum. Frá þessu er sagt á vef Financial Times.

Mikil samkeppni er um fyrrnefnt ungt hæfileikafólk í fjárfestingabankabransanum þessa stundina, þar eð bankarnir réðu örfátt fólk til sín í kjölfar fjármálakreppunnar 2008.

Til þess að hægt sé að greiða fólkinu sem er lægra sett í bankann hærri bónusa þrátt fyrir slælega afkomu síðasta árs hafa stjórnendur tekið á sig skerðingu eigin bónusa, svo hægt sé að koma til móts við kaupaukahækkun yngra starfsfólksins.