Hagnaður Deutsche Bank fyrir árið 2021 nam tæpum tveimur milljörðum evra eða um 280 milljörðum króna. Til samanburðar nam hagnaður bankans 113 milljónum evra árið 2020.

Bankinn hagnaðist um 145 milljónir evra eða um 21 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi, þrefalt meira en sem nemur hagnaði bankans á sama ársfjórðungi 2020. Þetta er sjötti ársfjórðungurinn í röð sem bankinn skilar hagnaði, en CNBC greinir frá þessu.

Fjárfestingabankasvið bankans jók tekjur sínar um 1% milli ára á ársfjórðungnum og námu tekjurnar 1,9 milljörðum evra. Hreinar heildartekjur bankans á árinu 2021 jukust um rúm 8% milli ára og námu 5,9 milljörðum evra.

James von Moltke, forstjóri bankans, segir að væntanlegar vaxtahækkanir muni auka tekjur bankans enn frekar á næstu misserum.