Deutsche Bank, sem er stærsti banki Þýskalands að markaðsvirði, samþykkti í dag að kaupa fasteignaveðlánadeild Berkshire samstæðunnar. Upphæð kauptilboðsins hefur ekki verið gefið upp en bankinn sagðist vilja auka við umsvif bankans í húsnæðisfjármögnun. Búist er við að yfirtökunni ljúki á fjórða ársfjórðungi.

Í Hálffimm fréttum KB banka er bent á að veðlánadeild Berkshire bankans í Boston eigi lánasafn að andvirði $18 milljarða.