Seðlabanki Hollands hefur selt eftirstandi kröfur í Icesave þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í frétt á vef hollenska seðlabankans . Þýski bankinn Deutsche Bank er milligönguaðili í kaupunum, en ekki liggur fyrir hver endanlegur kaupandi er.

Söluverð krafanna nam 1.636 milljörðum evra eða sem nemur rúmum 250 milljörðum íslenskra króna.