Svo virðist sem viðskipti hafi verið að glæðast með skuldabréf íslensku viðskiptabankanna og hafa afföll bréfa í Kaupþingi og Glitni lækkað nokkuð síðan um áramót.

Bréf á Landsbankann eru nánast verðlaus enda ljóst að almennir kröfuhafar bankans fá ekkert upp í kröfur sínar.

Þá eru fyrir því heimildir að Deutsche Bank hafi verið að kaupa bréf Kaupþings í töluverðu magni, hvað svo sem þeim gengur til með því.