Deutsche Bank, stærsti bankinn í Þýskalandi tilkynnti í morgun að undirlánamarkaðir í Bandaríkjunum og minni hagvöxtur gerði það að verkum að bankinn myndi ekki ná takmarki sínu á þessu ári.

Bankinn hefur í kjölfarið lækkað um 2,2% á mörkuðum í dag en við opnum markaða lækkaði hann um 3%. Lækkun bankans á árinu nemur um 19% lækkar það markaðsvirði bankans um 38,2 milljarða evra.

Deutsche Bank stefnir að 8,4 milljarða evru hagnaði á árinu en í ársskýrslu bankans sem fyrsta var birt í gær segir stjórn bankans að ósennilegt sé að takmarkið náist. Þá er reiknað með frekari afskriftum bankans en gert er ráð fyrir um 3-4 milljarða evra afskriftum á árinu að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Forstóri bankans, Josef Ackermann segir krefjandi tíma framundan. „Aðstæður er erfiðar bæði á fjármálamörkuðum og eins í efnahagslífinu í heild,“ sagði Ackermann.