Josef Ackermann, bankastjóri Deutsche Bank, lýsti sig andsnúinn hugmyndum forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, um að evrópskir bankar myndu auka eigið fé sitt tímabundið. Ackermann lét orðinn falla á ráðstefnu bankans í Berlín í morgun.

Ackermann segir að fjárfestar muni ekki vilja leggja til fjármagn í endurfjármögnun bankanna.

Ackermann sagði að innspýting fjármagns í formi eigin fjár myndu ekki leysa hið raunverulega vandamálið sem er að mati bankastjórans, að ríkisskuldabréf eru ekki lengur áhættulaus. Bankastjórinn hvatti stjórnvöld í Evrópu til að auka tiltrú ímanna á ríkisfjármálum Evrópulandanna.

Orð Ackermann koma í framhaldi af yfirlýsingu Barroso um að Evrópusambandslöndin yrðu tafarlaust að styrkja bankana, bæði með aðkomu skattgreiðenda og fjárfesta.

Josef Ackermann bankastjóri Deutsche Bank.
Josef Ackermann bankastjóri Deutsche Bank.
© Aðsend mynd (AÐSEND)