Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva hefur ráðið fjárfestingabankann Deutsche Bank til að veita fyrirtækinu ráðgjöf vegna 112 milljarða króna kauptilboðs íslenska samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Pliva greindi frá þessu í gær.

Pliva hefur hafnað tilboðinu og sagt það of lágt. Króatísk stjórnvöld og opinberar stofnanir eiga samtals 24% hlut í Pliva haft hefur verið eftir talsmönnum ríkisstjórnarinnar að ekki komi til greina að selja hlutinn.

Stjórnendur Actavis hafa óskað eftir fundum með króatískum stjórnvöldum og Róbert Wessmann, forstjóri félagsins, segir að það komi til að hækka kauptilboðið ef áreiðanleikakönnun á félaginu kemur vel út.