Gengi bréfa í Deutsche Bank féll nokkuð í kjölfar frétta um að bankinn þyrfti að afskrifa 1,7 milljarða evra af lánasafni upp á 29 milljarða evra sem bankinn hafði lofað að veita viðskiptavinum sínum.

Forsvarsmenn bankans vildu ekki staðfesta fréttina í gær, en hún kemur í kjölfar þess að forstjóri bankans, Josef Ackerman, greindi frá því fyrir helgi að lausafjárkrísan á alþjóðlegum fjármálamörkuðum myndi hafa slæm áhrif á afkomu bankans.