Bandarísk yfirvöld hafa lagt fram kæru á hendur Detusche Bank. Bankinn er sakaður um að hafa logið að yfirvöldum til þess að geta fallið undir aðgerðaráætlun stjórnvalda sem tryggði bankann gegn gjaldþroti lántakenda húsnæðislána.

Stjórnvöld vilja með kærunni endurheimta hundruðir milljóna dala sem stjórnvöld þurftu að greiða í tryggingu þegar lántakendur urðu gjaldþrota. Samkvæmt kærunni, sem var lögð fram í New York í dag, hagnaðist Deutsche Bank á endursölu ríkistryggingarinnar.

Deutsche bank segja ásakanir stjórnvalda ósanngjarnar og ætlar að taka til varna.