*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Erlent 19. febrúar 2018 14:46

Deutsche bank segir upp 250 manns

Þýski bankinn hefur hafið hrinu uppsagna sem gæti náð til 500 starfsmanna um allan heim.

Ritstjórn
epa

Á síðustu tveimur vikum hefur þýski bankinn Deutsch bank, sagt upp efri- og millistjórnendum í bæði London og Bandaríkjunum. 

Um er að ræða að minnsta kosti 250 störf en þau gætu náð allt að 500 störfum í þessari uppsagnarhrinu að því er Bloomberg fréttastofan hefur eftir heimildum. Í lok síðasta árs störfuðu 17.251 manns hjá bankanum.

Koma uppsagnirnar í kjölfar þess að bankanum virðist ekki vera að takast að rétta úr kútnum og virðast tekjur halda áfram að dragast saman.