Deutsche Bank tilkynnti í dag að bankinn muni segja upp 300 manns vegna hagræðingar.

Margir bankar og fjármálafyrirtæki hafa á undanförnun vikum tilkynnt um uppsagnir starfsmanna vegna hagræðingar í rekstri í kjölfar rekstrarvanda fyrirtækjanna.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu og hefur eftir viðmælenda sínum að þessar uppsagnir séu hógværar miðað við það sem á undan er gengið hjá fjármálafyrirtækjum. Citigroup tilkynnti í vikunni að bankinn myndi segja upp 4.200 manns og UBS bankinn sagðist ætla segja upp 1.500 manns.

Talsmaður Deutsche Bank segir að bankinn muni fyrst og fremst segja upp fólki á fjárfestingasviði bankans og einbeita sér frekar að vexti á öðrum sviðum. Hjá bankanum starfa um 13.000 manns víðsvegar um heiminn.

Nú þegar hefur bankinn tilkynnt að afkoma fjórða ársfjórðungs verði töluvert undir fyrri áætlunum.

Í október síðastliðnum var tilkynnt að bankinn myndi afskrifa um 3,2 milljarða bandaríkjadala (205 milljarða ísl.kr) vegna undirmálalána sinna í Bandaríkjunum.