Þýski bankinn Deutsche bank tilkynnti nýverið að hann hyggðist segja upp um 7.000 stöðugildum. Þetta kemur fram á vef BBC.Bankinn tilgreindi þó ekki í hvaða landi störfin yrðu lögð niður.

Forstjóri bankans, Christian Sewing, sagði að breytingarnar yrðu erfiðar en því miður óumflýjanlegar.

Bankinn hefur 66,000 starfsmenn í Evrópu, þar af 42,000 í Þýskalandi. Hann hefur 21.000 starfsmenn í Asíu og um 10.000 í Norður-Ameríku.

Þetta er fyrsta stóra ákvörðun sem hefur verið tekin frá því að Mr. Sewing tók við forstjórastólnum af John Cryan.