Deutsche Bank hefur verið gert að greiða 2.5 milljarða dollara til bandarískra og breskra eftirlitsstofnana fyrir að reyna að hagræða vöxtum.

Þýski bankinn mun greiða two milljarða til bandarískra eftirlitsstofnana, en 227 milljónir punda til breskra eftirlitsstofnana. Þessi sekt tengist hagræðingu á Libor og Euribor millibankalána vöxtum.

Sektin er sú hæsta sem hefur verið gefin út fyrir svona athæfi, sökum þess að Deutsche Bank er ásakaður um að hafa villt fyrir eftirlitsstofnununum sem gæti hafa hamlað rannsókninni.

Að minnsta kosti 29 starfsmenn Deutsche Bank eru taldir hafa tekið þátt í misferlinu, þar á meðal stjórnendur og söluaðilar í London, Frankfúrt, Tókíó og New York.

Libor og Euribor eru viðmiðunarvextir sem hafa áhrif á aðra vexti. Þeir eru mjög mikilvægir á alþjóðamörkuðum.