Skellt hefur verið 630 milljón dollara sekt á Deutsche Bank, af bæði bandarískum og breskum fjármálaeftirlitsstofnunum vegna tengingu við yfirgripsmikið rússneskt peningaþvottarmál. BBC tekur málið fyrir.

Peningaþvotturinn virkaði þannig að viðskiptavinir fluttu ólöglega í heildina um 10 milljarða dollara, bundna í hlutabréfum, út úr Rússlandi. Samkvæmt eftirlitsstofnunum hefði ljáðist það Deutsche Bank að rannsaka atferlið, en samkvæmt stofnunum gáfust fjölmörg tækifæri til að láta til skara skríða.Hægt er að lesa tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni vestanhafs hér .

Deutsche Bank segist þó vilja vinna með eftirlitsstofnunum. Einnig kom fram í rannsókninni að nokkurs konar hliðarviðskipti hefðu farið fram í bankanum milli áranna 2011 og 2015. Þá keyptu viðskiptavinir Deutsche Bank sér hlutabréf í rúblum í Moskvu og í kjölfarið seldu samstarfsaðilar sama hlutabréf á sama verði í gegnum Lundúnarútibú Deutsche.