*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 11. febrúar 2006 12:34

Deutsche Bank selur krónubréf fyrir tvo milljarða

Ritstjórn

Þýski bankinn Deutsche Bank hefur ákveðið að selja skuldabréf fyrir tvo milljarða íslenskra króna, en bankinn greindi frá verðlagningu bréfanna í gær.

Bréfin eru til tveggja ára og verða seld undir pari á 99,89 og bera 8% vexti.

Vaxtamunur hefur ýtt undir skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í íslenskum krónum og hefur valdið styrkingu krónunnar.

Seðlabankinn hækkaði nýverið stýrivexti um 25 punkta í 10,75% til að hægja á verðbólgunni og draga úr þenslu í hagkerfinu. Til samanburðar eru stýrivextir í Evrópu 2,25%.