Þýski bankinn Deutsche Bank skilaði tapi á fjórða ársfjórðungi og á síðasta ári. Búist var við því að bankinn myndi skila tapi á ársgrunvelli en veikleikar í fjárfestingarstarfsemi bankans og mikill kostnaður við endurskipulagningu bankans hefur áhrif á afkonuna. Þetta er fyrsta tap bankans á ársgrundvelli síðan í fjármálakreppunni.

Tekjur bankans á fjórða ársfjórðungi voru 6,6 milljarðar evra, eða 935 milljarðar króna og lækkaði um 15% frá sama fjórðungi árið áður. Tekjur á ársgrundvelli voru 33,5 milljarðar evra, eða tæpir 4.750 milljarðar króna og jukust örlítið á föstu gengi.

Tap bankans á fjórðungnum var 2,1 milljarður evra, eða tæpir 300 milljarðar og á árinu var tapið 6,8 milljarður evra, eða 9.637 milljarðar.