Þýski bankinn Deutsche Bank hefur bætt við tveimur milljörðum við krónubréfaútgáfu sína og nemur heildarútgáfa bankans nú 4,5 milljörðum króna í skuldabréfaflokknum.

Sérfræðingar segja að hátt vaxtastig á Íslandi stuðli að aukinni krónubréfaútgáfu, en heildarútgáfa erlendra aðila nemur nú rúmelga 110 milljörðum króna á árinu, samkvæmt upplýsingum frá Lánasýslu ríkisins.

Innlendir og erlendir greiningaraðilar reikna með því að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um 50 punkta í 14% á fimmtudaginn.

Bréfin voru seld undir pari á 99,55 punkta og bera 11,25% vexti, samkvæmt upplýsingum frá Deutshce Bank.