Deutsche Bank tilkynnti í dag um aukningu skuldabréfaútgáfu sinnar í íslenskum krónum um einn milljarð króna. Heildarútgáfa Deutsche Bank nemur nú 9,5 milljörðum króna.

Ríflegur vaxtamunur við útlönd hefur hvatt erlenda aðila til skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum, segja sérfræðingar, og búast við að munurinn aukist enn frekar í næsta mánuði.

Greiningardeildir bankana spá því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í næsta mánuði.