*

laugardagur, 18. janúar 2020
Erlent 1. febrúar 2019 10:22

Deutsche bank tapaði í lok síðasta árs

Þýski bankinn brýnir niðurskurðarhnífinn eftir tapi á síðasta ársfjórðungi

Ritstjórn
Stærsti banki Þýskalands, Deutche bank, hefur barist í bökkum undanfarin ár.
epa

Deutsche bank skilaði rúmu 300 milljón evra tapi, jafngildi rúmra 40 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi 2018, að því Financial Times greinir frá. Uppgjörið er verra en greinendur höfðu reiknað með en tapið má aðallega rekja til fjárfestingastarfsemi bankans. Samhliða uppgjörinu tilkynnti stjórn bankans enn frekari niðurskurð á nýju ári. 

Hagnaður upp á 341 milljón evra var þó á starfsemi bankans á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014 sem bankinn skilar ekki tapi en engu að síður var hagnaðurinn 20% undir meðaltalsspám greinenda. Síðasta ár reyndist Deutche bank afar erfitt en verð hlutabréfa bankans féllu um nær helming á árinu.   

Hlutbréf Deutsch lækkuðu um 2% þegar markaðir opnuðu í morgun en ávöxtun hluthafa bankans hefur verið afar lítil undanfarin ár. Hagnaðurinn í ár skilar fjárfestum aðeins 0,4% en markmið stjórnar á nýju ári er að skila eigendum bankans 4% ávöxtun. Það er engu að síður langt undir þeirri 10% ávöxtun sem bankinn hefur að markmiði til meðallangs tíma. 

Stikkorð: bank deutsche