Deutsche Börse staðfesti í dag að kauphöllin muni draga tilboð sitt í Euronext til baka, en Deutsche Börse segir að fullreynt sé að ná samkomulagi beggja aðila og að samruni muni ekki skapa hluthöfum sínum hagnað, að því er kemur fram í frétt Dow Jones.

Forstjóri Deutsche Börse, Reto Francioni, segir að í þessum geira geti samruni aðeins gengið upp ef hann nýtur samþykkis viðkomandi aðila. Hann segir að þrátt fyrir að miklum tíma og vinnu hafi verið eytt í samrunan, sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvenær eigi að hætta.

Stjórn Euronext hefur alla tíð hafnað samrunatilboði Deutsche Börse, en Euronext hefur lýst yfir áhuga á samruna við kauphöllina í New York (NYSE). Vegna mikilla hækkanna á gengi hlutabréfa NYSE, taldist tilboð NYSE mun hagstæðara en tilboð Euronext.

Mikil aukning hefur verið í samruna kauphalla í Evrópu og víðar og býst Francioni við að Deutsche Börse muni taka þátt í því. Francioni segir að þó að Deutsche Börse standi möguleikar í boði um stækkun og þenslu, sé það ekki nauðsyn, kauphöllin geti vel staðið ein og sér.